fbpx

FKA heimsókn

Nú á dögunum kíktu félagskonur FKA í heimsókn til okkar og fengu kynningu á Advise Business Monitor. Það var einstaklega gaman að hitta þessar frábæru og öflugu konur og greinilega mikill áhugi fyrir því sem við erum að gera.

Advise er öflugt og notendavænt greiningartól og mælaborð sem veitir aukið aðhald og skipulag í rekstri fyrirtækja. Stjórnendur fá meiri innsýn í reksturinn og betri yfirsýn til að greina bæði tækifærin og það sem betur mætti fara. Notendur þurfa ekki bakgrunn í bókhaldi og öðrum kerfum til að geta unnið með Advise mælaborðið. Við tengjumst nú þegar helstu bókhaldskerfum á Íslandi (s.s. DK, Business Central, Reglu og Payday) > Skoða lausnina <

Við þökkum þeim sem kíktu til okkar kærlega fyrir komuna og minnum á að það er alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem vilja kynna sér Advise fyrir reksturinn sinn. 

Við notum vafrakökur með það að markmiði að bæta virkni og notendaupplifun ávefsíðu okkar [Sjá nánar].