Jón Björnsson, Gunnar Már Petersen, Mikael Arnarsson, Andri Birgisson, Hjörtur Hinriksson
Origo hefur fjárfest í Advise ehf og er eftir viðskiptin eigandi 40% hlutafjár í félaginu. Advise er hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar. Lausnin veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum rauntímaupplýsingar um rekstur og hjálpar til við ákvarðanatöku. Í lausn Advise eru m.a. forsniðnar tengingar við bókhaldskerfi, gagnahýsingu, greiningar fjárhagsgagna, áætlanagerð, frávikagreiningar og mælaborð.
Stjórnendur geta unnið í Advise business monitor án tillits til bakgrunns í fjármálum eða þekkingar á bókhaldskerfum. Lausnin gefur stjórnendum betri yfirsýn yfir reksturinn, sparar tíma og fyrirhöfn. Advise einfaldar þannig miðlun upplýsinga milli stjórnenda og hagaðila.
Tengdar fréttar
Origo
Viðskiptablaðið
mbl.is