fbpx

Persónuverndarstefna Advise ehf

Almennt

Advise er umhugað um friðhelgi einkalífs, persónuvernd og öryggi gagna. Í persónuverndaryfirlýsingu Advise kemur fram hvernig persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar, tryggðar og hvaða réttindi starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir viðsemjendur og einstaklingar hafa.

Ábyrgðaraðili

Advise ehf., kt. 590320-1370, Garðatorgi 5, 210 Garðabæ er ýmist ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustu Advise.

Persónuupplýsingar sem Advise vinnur

Advise vinnur persónuupplýsingar bæði sem ábyrgðaraðili vegna upplýsinga starfsmanna og viðskiptavina sinna sem fyrirtækinu er skylt að vinna í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila en einnig sem vinnsluaðili fyrir viðskiptavini samkvæmt samningum, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna. 

Advise vinnur persónuupplýsingar um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að þjónustu í samræmi við ákvæði skilmála og eða viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.

Á vefsvæði Advise, advise.is safnar fyrirtækið vissum upplýsingum með notkun vafrakaka (e. cookies). og með sambærilegri tækni. Sjá nánar hér 

Advise vinnur einungis persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustu hverju sinni og að því marki sem lög og reglur heimila.

 

Miðlun til þriðju aðila

Advise miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki, í samræmi við ákvæði skilmála, viðskiptasamninga eða samkvæmt lagaskyldu eða dómsúrskurði.

Í því skyni að uppfylla skyldur gagnvart viðskiptavinum kann Advise að vera nauðsynlegt að miðla persónugreinanlegum upplýsingum til þjónustuaðila, t.d. hýsingaraðilar UT-búnaðar og fjarskiptafyrirtækja.

Advise notast við auðkenningarþjónustu „Google Firebase Authentication“ vegna auðkenningar viðskiptavina við innskráningu. Upplýsingum vegna innskráningar er miðlað til vinnsluaðila Google Inc. Google vinnur, m.a. ip-tölur, netföng, lykilorð notenda og símanúmer í auðkenningarskyni. Upplýsingum er miðlað til Google í samanteknu formi og á nafnlausum grundvelli. Til að fá frekari upplýsingar um hvaða upplýsingum Google safnar, hvernig það notar þessar upplýsingar og hvernig á að stjórna upplýsingunum sem sendar eru til Google, vinsamlegast skoðið eftirfarandi síðum: https://firebase.google.com/terms/data-processing-terms og https://policies.google.com/privacy.

Flutningar persónuupplýsinga utan EES

Advise notast við þjónustuveitendur sem staðsettir eru utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), s.s. vegna auðkenningar viðskiptavina (Google Firebase) og hýsingar (Amazon) sem í einhverjum tilvikum kunna að vinna persónuupplýsingar þínar utan EES-svæðisins. Í slíkum tilvikum ábyrgjumst við að flutningur gagna til landa utan EES-svæðisins eigi sér aðeins stað í samræmi við ákvæði þar að lútandi í gildandi persónuverndarlöggjöf og á grundvelli samkvæmt stöðluðum ákvæðum um persónuvernd í samningi (e. Standard contractual clauses).

Öryggi persónuupplýsinga

Advise viðhefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu.

Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til annarra aðila eftir því sem lög mæla fyrir um.

Hægt er senda skriflega fyrirspurn eða athugasemdir til fyrirtækisins vegna meðferðar persónuupplýsinga á netfangið advise@advise.is. Ef þú telur þig ekki fá úrlausn þinna mála hjá Advise er þér ávallt heimilt að beina kvörtun til Persónuverndar (vefsíða: www.personuvernd.is). 

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt þann 01.02 2022.

Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun og því kann þessari persónuverndaryfirlýsingu að verða breytt. Við munum birta allar slíkar breytingar á vefsíðu okkar.

Við notum vafrakökur með það að markmiði að bæta virkni og notendaupplifun ávefsíðu okkar [Sjá nánar].