Almennir notenda- og viðskiptaskilmálar Advise ehf
Almennir skilmálar Advise ehf. kt 590320-1370 (hér eftir „ADVISE“) sem á og rekur hugbúnaðinn Advise – Business Monitor.
Garðatorg 5
210 Garðabær
s: 454-9000
VSK númer: 137972
ADVISE áskilur sér rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum hvenær sem er. Allar breytingar skulu tilkynntar viðskiptavinum.
Skilmálar þessir gilda frá og með 01.4.2020.
1. Gildissvið
Skilmálar þessir gilda um alla þjónustu og viðskipti ADVISE nema um annað sé samið. Sértækir skilmálar skulu ávallt vera skriflegir. Þegar áskrift er virkjuð, skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem ADVISE setur um kjör og notkun þjónustunnar/hugbúnaðarins.
2. Samningur
2.1 Samningur
Samningur telst vera komin á við undirritun beggja aðila á samning eða tilboð, við samþykkt á tilboði í tölvupósti eða þegar viðskiptavinur samþykkir samning með rafrænum hætti í gegnum vefsvæði ADVISE á Advise.is með því að haka í þar til gerðan reit.
2.2. Gildistími tilboðs
Gildistími tilboðs er 4 vikur nema annað sé sérstaklega tekið fram, Advise telst ekki bundið af tilboði hafi það ekki verið samþykkt af viðskiptavini með formlegum hætti (t.d. með samþykki í tölvupósti) innan gildistíma þess.
2.3. Gildistími samninga og uppsagnafrestur
Ef ekki er kveðið sérstaklega á um takmarkaðan gildistíma í samningi eru samningar ótímabundnir. Uppsögn samninga skal fara fram með þriggja mánaða fyrirvara. Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti. Tilkynning um uppsögn sem viðskiptavinur sendir á netfangið advise@advise.is telst gild. Gildi uppsagnar miðast við fyrsta dag næsta almannaksmánaðar. Viðaukar hafa sama gildistíma og samningar og falla úr gildi í samræmi við ofangreind uppsagnarákvæði.
2.4. Misræmi í skilmálum
Ákvæði sértækra viðskiptaskilmála, samninga og samþykktra tilboða skulu ganga framar almennu viðskiptaskilmálum þessum.
2.5. Rafræn viðskipti
Rafræn pöntun á áskrift að ADVISE er jafngild skriflegum samningi. Við rafræna pöntun samþykkir kaupandi jafnframt viðskiptaskilmála þessa.
3. Verð og greiðsluskilmálar
3.1. Verð
Verð fyrir hugbúnaðaráskrift og þjónustu tekur mið af gildandi gjaldskrá ADVISE á hverjum tíma. Verð eru uppfærð reglulega og taka verðbreytingar að jafnaði mið af þróun verðlags og launavísitölu. ADVISE áskilur sér einhliða rétt til að endurskoða verðskrá.
3.2. Greiðsluskilmálar
ADVISE sendir út reikning fyrir seldri áskrift og/eða þjónustu mánaðarlega. Gjalddagi reikninga er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 15 dögum eftir gjaldaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavin að greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaðar við innheimtu.
Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.
ADVISE áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu án fyrirvara sé reikningur ógreiddur 30 dögum eftir að eindagi er liðinn.
Hafi vanskil viðskiptavinar varað í a.m.k. 90 daga frá eindaga, áskilur ADVISE sér rétt til að tilkynna nafn viðskiptavinar á vanskilaskrá Creditinfo Ísland (Lánstraust).
ADVISE áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar hafi vanskil viðskiptavinar varað í a.m.k. 90 daga frá eindaga
Greiðslukostnaður vegna kröfu í heimabanka er kr. 150
3.3. Verð fyrir aukaverk
Aukaverk teljast öll verk sem ekki falla innan áskriftar á hugbúnaðarleyfi. Slík verk eru háð sérstöku samkomulagi á milli aðila og eru reikningsfærð sérstaklega samkvæmt tímaskráningu. Fyrir slíka vinnu skal greitt samkvæmt gjaldskrá ADVISE eins og hún er á hverjum tíma, nema um annað hafi verið samið
4. Nýting hugbúnaðar
Í áskrift á hugbúnaði felst einungis réttur til notkunar á hugbúnaðinum en ekki eignaréttur.
Með samningi um áskrift veitir ADVISE viðskiptavini leyfi til að nýta hugbúnað fyrir tilgreindan fjölda notenda. Viðskiptavinur greiðir áskriftargjald sem byggir á þeim þjónustuþáttum sem tilgreindir eru. Áskriftargjöld eru háð breytingum í samræmi við ofangreint ákvæði greinar 3.1, nema um annað sé samið á milli aðila.
Viðskiptavini er með öllu óheimilt að framselja hugbúnað ADVISE með nokkrum hætti, afrita hugbúnað, leyfa fleiri notendum afnot af hugbúnaðinum en áskriftarleið/samningur kveður á um, breyta eða fela öðrum að breyta hugbúnaðinum, brjóta niður hugbúnaðinn, fjarlægja forrit úr hugbúnaðinum eða taka hann í sundur nema lög heimili annað.
Viðskiptavinur getur óskað eftir að stofnaðir séu fleiri notendur, bæði administrator aðgangar og lesaðgangar, og ber viðskiptavinur ábyrgð á notkun þessara aðganga.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að notkun þjónustu sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir á hverjum tíma.
ADVISE áskilur sér rétt til að takmarka eða loka á þjónustu til rétthafa þjónustu tímabundið eða ótímabundið verði hann uppvís að misnotkun á þjónustu.
5. Skyldur og ábyrgðir viðskiptavina
Viðskiptavinur ber ábyrgð á leiðbeiningum og fyrirskipunum sem hann og/eða eftir atvikum starfsmenn hans gefa ADVISE. Þá ber viðskiptavinur ábyrgð á réttmæti upplýsinga sem hann og/eða eftir atvikum starfsmenn hans veita ADVISE.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að notkun hugbúnaðar brjóti ekki gegn lögum eða réttindum annarra.
6. Ábyrgð, takmörkun ábyrgðar og skyldur ADVISE
ADVISE ábyrgist að uppsetning á stöðluðum hugbúnaði virki eins og við má búast, í samræmi við kynningarefni hugbúnaðarins, fyrir þá útgáfu hugbúnaðarins sem í boði er á hverjum tíma.
ADVISE ber ekki ábyrgð á tjóni eða vandkvæðum sem rekja má til uppsetningar og prófana viðskiptavinar setji viðskiptavinur upp og prófar hugbúnað sjálfur eða með aðstoð þriðja aðila.
ADVISE ber ekki ábyrgð á og er ekki bótaskylt vegna tjóns sem er afleiðing rangrar notkunar, og/eða uppsetningar, né vegna galla í hug- eða vélbúnaði.
ADVISE ber ekki ábyrgð á og er ekki bótaskylt vegna tjóns sem er afleiðing galla eða misbresti í öðrum kerfum eða gagnastraumum sem nýttir eru í Advise.
ADVISE ber ekki ábyrgð á og er ekki bótaskylt vegna tjóns sem er afleiðing af rangri uppsetningu upplýsinga í Advise.
Notkun hugbúnaðarins er á ábyrgð viðskiptavinar.
7. Eigna- og hugverkaréttur
Allur hugbúnaður sem og hugverk sem ADVISE leggur viðskiptavini til er eign ADVISE og er varið hugverkarétti. Viðskiptavinur getur ekki lánað, framselt, veðsett, selt eða ráðstafað þessum hugbúnaði og hugverki á nokkurn hátt nema með skriflegri heimild ADVISE.
Bókhaldsgögn eða önnur gögn sem viðskiptavinur hleður upp í kerfum ADVISE er eign viðskipavinar. Segi viðskiptavinur upp áskrift að Advise skal Advise eyða öllum gögnum viðskiptavinarins innan 14 daga frá uppsögn og senda viðskiptavin staðfestingu um að gögnum hafi verið eytt. Viðskiptavinir getur jafnframt óskað eftir að tilteknum gögnum sé eytt og skal Advise senda viðskiptavin staðfestingu þess efnis innan 14 daga frá því slík beiðni berst.
Verði samningi um áskrift rift, sbr. gr. 9, skal Advise eyða öllum gögnum viðskiptavinar innan 14 daga frá gildistöku riftunar/uppsagnar.ADVISE staðfestir og ábyrgist að félagið sé og verði réttur eigandi að hugbúnaðinum og hlutum þess sem ADVISE veitir viðskiptavini afnotarétt af.
Hugbúnað í eigu ADVISE er óheimilt að endurleigja eða lána til þriðja aðila með eða án endurgjalds nema með samningi við ADVISE.
8. Skaðleysi
Viðskiptavinum ber að fara að landslögum og opinberum stjórnvaldsákvörðunum. Viðskiptavinir skuldbinda sig jafnframt til að virða réttindi þriðja aðila og brjóta ekki á réttindum þeirra, hvort sem um er að ræða höfundarrétt, eignarrétt, nýtingarrétt eða hvers kyns annars konar réttindi.
Viðskiptavinir skuldbinda sig til þess að halda ADVISE að fullu skaðlausu gegn hverskonar tjóni, kröfum, aðgerðum, skaða, sektum, refsingum eða kostnaði sem ADVISE kann að verða fyrir vegna eða í tengslum við aðgerðir viðskiptavinar, hvort sem um er að ræða vanrækslu, vanþekkingu, ásetning eða sökum gáleysis.
9. Vanefndir og vanefndaúrræði
Ef um verulegar vanefndir er að ræða getur ADVISE sagt upp áskriftarsamningi með 30 daga fyrirvara. Tilkynning um riftun skal vera skrifleg eða send í tölvupósti þar sem ástæða riftunar er lýst og hún afhent með sannanlegum hætti.
ADVISE getur jafnframt tekið þá ákvörðun í stað uppsagnar að gera hugbúnað ónothæfan.
Við riftun samnings skal viðskiptavinur þegar í stað hætta allri notkun á hugbúnaði ADVISE.
Viðskiptavini er heimilt að rifta samningi ef um verulega vanefndir ADVISE er að ræða sem varað hafa í a.m.k. 30 daga og ADVISE hefur ekki bætt úr þrátt fyrir áskorun viðskiptavinar.
Báðir aðilar hafa 30 daga rétt til að bæta úr ástæðum riftunar að öðrum kosti stendur uppsögn óhögguð.
10. Óviðráðanleg atvik – Force Majeur
ADVISE ber ekki ábyrgð á afleiðingum sem rekja má til þess að ekki hafi verið hægt að sinna þjónustu vegna óviðráðanlegra eða ófyrirséðra orsaka (force majeure), t.d. eldsvoða, verkfalla, farsótta, náttúruhamfara, laga eða reglugerða eða annarra atvika sem ekki eru sök samningsaðila, eða í þeirra valdi að ráða við.
11. Framsal réttinda
Viðskiptavini er óheimilt að framselja réttindi sín sem byggir á samningi án skriflegs samþykkis ADVISE.
12. Vefkökur
Markaðskökur eru notaðar til þess að aðlaga markaðsefni að gestum vefsíðunnar og birta t.d. á samfélagsmiðlum og leitarvélum.
13. Lög og varnarþing
Um viðskiptaskilmála þessa, samninga og tilboð gilda íslensk lög. Sérhver ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi á milli aðila skal rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur