fbpx

Rauntíma tenging við DK Hugbúnað

 

Einn af samstarfsaðilum Advise er DK Hugbúnaður og bjóðum við saman upp á staðlaða rauntíma tengingu á milli kerfanna, sem hefur nú þegar hefur reynst mörgum stjórnendum og fyrirtækjum vel.

Viðskiptavinir DK geta auðveldlega tengt fjárhags- og sölugögn inn í mælaborð Advise og unnið með þau, gert rekstrar- og sölugreiningar og gögnin uppfærast sjálfkrafa á hverjum sólarhring, en einnig er hægt að kalla eftir uppfærðum gögnum með einum smelli ef þess gerist þörf.

Einfalt og notendavænt

Það tekur aðeins nokkrar klukkustundirað setja upp rekstrargreiningu með Advise þegar tengingin er orðin virk, eina sem viðskiptavinir DK þurfa að hafa er DK+ auðkenni. Hægt er að flokka bókhaldslykla, viðskiptamenn og vörur með einfaldri drag & drop virkni og aðgangsstýra mismunandi hlutum kerfisins eftir þörfum. Möguleiki er að setja upp tengingar við önnur rekstrarkerfi fyrirtækja og hafa þannig öll gögn á einum stað. 

 

Greiningar, áætlanagerð og frávik

Kosturinn við að nota Advise er að þú hefur rauntíma aðgang að rekstrar- og sölugögnum og getur skoðað hreyfingar á öllum bókhaldslyklum og einnig séð bókaða reikninga/fylgiskjöl á bakvið færslurnar. Þegar þú hefur sett upp rekstrar- og sölugreiningu þá er auðvelt að stilla upp áætlun og nýta svo frávikagreininguna til að bera saman rauntölur við fyrri ár og áætlun.

 

Taktu upplýstar ákvarðanir

Stofnendur Advise hafa unnið að greiningu fjárhagsupplýsinga fyrir fyrirtæki og fundu þörf stjórnenda á greiningartóli sem dregur saman allar helstu tölulegar upplýsingar í rauntíma á einfaldan hátt, sparar tíma og er á sanngjörnu verði. Innbyggð skýrsla í kerfinu gerir stjórnendum kleift að ná öllum greiningum, áætlun og mælaborði á PDF form með einum smelli, sem síðan er hægt að senda á stjórnir fyrirtækja eða aðra hagsmunaaðila.
 

Ef þú vilt fá enn betri yfirsýn og innsýn í reksturinn og hefur áhuga á að vita meira um hvað Advise Business Monitor getur gert fyrir þitt fyrirtæki þá endilega sendu okkur línu eða bókaðu kynningu hér 

Advise

Origo kaupir 40% hlut í Advise

Origo hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Advise ehf og er eftir viðskiptin eigandi 40% hlutafjár í félaginu. Advise ehf er eigandi og rekstraraðili Advise Business Monitor sem er hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar.

Read More →
Heimsóknir

FKA heimsókn

Nú á dögunum kíktu félagskonur FKA í heimsókn til okkar og fengu kynningu á Advise Business Monitor. Það var einstaklega gaman að hitta þessar frábæru …

Read More →
Samstarfsaðilar

Samstarf Expectus og Advise

Við erum mjög ánægð að tilkynna samstarfssamning sem var undirritaður nú á dögunum við ráðgjafafyrirtækið Expectus. Nú hefur Advise Business Monitor bæst við vöruúrval Expectus …

Read More →
Gagnastraumar

Tenging við Payday

Um leið og við sendum okkar viðskiptavinum og fylgjendum gleðilegar nýárskveðjur þá erum við spennt að tilkynna nýjustu tenginguna við bókhaldskerfið Payday. Nú geta viðskiptavinir Payday nýtt…

Read More →
Samstarfsaðili Advise - Fastland
Samstarfsaðilar

Nýr samstarfsaðili – Fastland

Nú á dögunum tók Fastland þá ákvörðun að nýta Advise Business Monitor til auka virði til viðskiptavina sinna og dýpka samskipti á milli aðila. Advise veitir stjórnendum, bókurum, uppgjörsaðilum og endurskoðendum betri…

Read More →
Tenging við Reglu bókhaldskerfi
Gagnastraumar

Advise tengist Reglu bókhaldskerfi

Nú geta notendur Reglu bókhaldskerfis fagnað því við höfum sett upp staðlaða tengingu á fjárhagsbókhaldinu inn í Advise…

Read More →

Við notum vafrakökur með það að markmiði að bæta virkni og notendaupplifun ávefsíðu okkar [Sjá nánar].