Advise Business Monitor býður upp á gagnatenginar við gagnastrauma frá DK, Business Central (Wise, Tegra, Rue de net, NVL), Reglu og Payday. Þegar fyrirtæki skráir sig í þjónustu er fyrsta skrefið að tengja Advise við gögn bókhaldskerfis. Advise býður upp á forsniðnar tengingar við helstu bókhaldskerfi og því tekur uppsetning almennt ekki langan tíma. Við tengjust gagnastraumum eins og fjárhagsbókhaldi, sölugögnum o.fl. Einnig er hægt að óska eftir sérsniðnum tengingum á gögnum sem fyrirtæki vilja bæta inn í Advise í blandi við fjárhagsgögn.
Aðkoma þjónustuaðila Business Central/Nav er nauðsynleg til að opna á tengingar.
Stofna aðgang #
Til að stofna aðgang fyrir fyrirtæki í Advise hefur þú samband við okkur í síma 454-9000 eða sendir okkur tölvupóst á advise@advise.is
Þegar þú hefur fengið sendar aðgangsupplýsingar skrá notendur sig inn á heimasíðu Advise.is.
Stofna fyrirtæki #
Til að stofna fyrirtæki smellir þú á nafn notanda uppi í hægra horni og þar undir er valið account. Undir companies flipa er smellt á add new company. Hægt er að tengja sama notenda við mörg fyrirtæki.