Það er mismunandi eftir gagnastraumum hvernig þeir eru tengdir inn í Advise. Hér á eftir fylgja leiðbeiningar fyrir hvern og einn. Hægt er að tengja marga gagnastrauma inn á eitt fyrirtæki eða vera notandi með aðgang að mörgum fyrirtækjum, eftir því sem hentar hverju sinni.
DK Hugbúnaður #
Til að tengja Advise við dk þurfa ákveðnir þjónustuþættir dk að vera til staðar. Senda þarf eftirfarandi texta á hjalp@dk.is
Góðan dag,
Við hjá fyrirtæki X erum að setja upp Advise – Business monitor og viljum því biðja ykkur um eftirfarandi:
- Dk plús aðgangslykil notanda (kostnaður er kr. 1.500 án afsláttar)
- Tengipunkt API þjónustuþátt (kostnaður er kr. 2.000 án afsláttar)
- Uppfæra Dk í útgáfu 4.4.6
- Setja af stað heildar samstillingu (e. force total sync) milli Dk og Dk plús
Hægt er að virkja áskrift að einu eða fleiri fyrirtæki. Þegar áskrift hefur verið virkjuð byrjar kerfið að samstilla gögn við dk. Ekki þarf að bíða eftir að öll gögn séu komin inn í kerfið, hægt er að hefjast handa við að stilla upp rekstraryfirliti.
Þegar Dk hefur staðfest ofangreint og sent aðgangaupplýsingar, skráir notandi sig inn á Advise.is og setur inn upplýsingar um Dk plús aðgang (DK+Token), velur nafn á gagnagrunninn (Nafn fyrirtækis) og smellir svo á Activate.