Það getur verið mjög hagnýtt fyrir fyrirtæki að reikna út lykilmælikvarða til þess að greina reksturinn og sjá hvar má hagræða og hvar tækifærin liggja.
Ef þú ert með gögn eða lykiltölur sem þú þarft að nota í rekstrargreiningu sem ekki eru beintengd inn í kerfið getur þú sett það inn handvirkt. Þetta gæti til dæmis verið gestafjöldi, starfsmannafjöldi eða magntölur af ýmsu tagi.
Fyrirtæki geta slegið þessar tölur inn handvirkt eða afritað línur úr excel [copy – paste] og sett beint inn í greiningartöfluna.