Greiningaryfirlitið er sett upp í samræmi við þarfir notandans. Flokkar úr fyrra skrefi birtast sem línur í yfirliti. Hér er hægt að skoða yfirlit yfir hreyfingar bókhalds fimm ár aftur í tímann, sía niður á einstaka mánuði eða tímabil eða skoða árið í heild sinni.
Gjald fyrir uppsetningu má sjá í verðskrá.
Einnig er hægt að smella á og skoða undirlykla og þar er síðan hægt að smella á einstaka samtölur og skoða færslur.
Næsta skref er að raða línum í hentuga röð, búa til millisummur og útbúa þannig greiningu fyrir rekstur, fjárhag eða sölu. Til að hefjast handa við að stilla upp yfirliti er smellt á þann monitor sem við á í hliðarglugganum og neðst í sama glugga er smellt á “edit monitor”.
Reiknilínur #
Nú getur þú búið til þínar eigin reikni- og innsláttarlínur og stilla upp mikilvægum rekstrarhlutföllum og kennitölum fyrir þinn rekstur.
Það er hægt að velja um nokkrar mismunandi aðgerðir hér inni:
- Label: Ef þú vilt setja fyrsögn inn á milli lína í rekstraryfirlitinu
- Spacer: Þú getur sett bil á milli til að aðgreina línur og gera yfirlitið auðlesanlegra.
- Calculation: Hér getur þú sett upp þínar eigin formúlur og reiknað rekstrarhlutföll og kennitölur.
- Manual Data: Ef þú ert með tölulegar upplýsingar úr öðrum kerfum er hægt að setja þær inn hér (t.d. farþegafjöldi, starfsmannafjöldi osfrv.). Hægt er að “copy-paste” línur úr excel hingað inn.
- Cross-Monitor Data: ef þú ert með mörg fyrirtæki en vilt geta samkeyrt rekstrarupplýsingar fyirr heildaryfirsýn, þá er það hægt hér.