Hér eru bókhaldslyklar flokkaðir í yfirflokka. Hver flokkur verður lína í greiningaryfirliti.
Þú ferð í Business Monitorinn sem þú varst búin að stofna (Rekstur/Fjárhagur/Sala) og ferð í Edit Monitor > Categories
Það er til dæmis algengt er að rekstrarreikningur fyrirtækja sé samandregin í ársreikningum. Þetta er oft gert til að sýna ekki of ítarlegar upplýsingar í ársreikningum sem eru birtir. Þó gott sé að vera ekki með of margar línur í rekstraryfirliti gætu notendur vilja fjölga línum frá því sem er í ársreikningi. T.d. verið með 3-4 tekjuflokka (eftir því sem við á). Hafa skal í huga að reiknilínur eru notaðar til að reikna rekstrarhlutföll, aðrar kennitölur eða birta í gröfum (dashboards) á síðari stigum.
Gott er að prenta út lista yfir bókhaldslykla í dk og hafa til hliðsjónar ásamt ársreikningi.
Óúthlutað [Unsorted] #
Í upphafi birtast allir bókhaldslyklar undir flokknum „Óúthlutað“. Til að hefjast handa eru stofnaðir fleiri flokkar og bókhaldslyklarir færðir í þann flokk sem við á. Þessir flokkar verða síðan að línum í rekstraryfirliti.
Bæta við flokki [Add Category] #
Til að stofna nýjan flokk er smellt á „Add Category“ og honum gefið heiti (ath. flokkur = lína í rekstraryfirliti).
Færa á milli [Drag & Drop] #
Þegar þú ert búin að stofna þá flokka sem þú vilt nota þá getur þú smellt á nokkra bókhaldslykla í röð með því að halda inni [shift] takkanum og smella á fyrsta og síðasta í röðinni. Einnig er hægt að smella á valda lykla með því að halda inni [ctrl] takkanum.
Stillingar [Settings] #
Ef smellt er á punktana þrjá á spjaldinu er hægt að nýta sér nokkra mismunandi möguleika eins og t.d. að senda alla lykla í einum flokki yfir í annan [move all to category]. Ef smellt er á [edit category] er hægt að endurskýra flokkinn (eða með því að tvísmella á nafn flokks) og þar inni er hægt að eyða flokk út.
[Filter column by properties]: Í sölugreiningum eru vörur oftast flokkaðar í vöruflokka í bókhaldskerfinu og þá er hægt er að sía þannig vörur eftir vöruflokkum, til að auðvelda að færa þær í viðeigandi flokk.
Leitin [search bar] #
Það er mjög þægilegt að nota leitargluggann til að bæði finna ákveðna lykla og færa þá á milli flokka eða sía eftir ákveðnum lyklanúmerum í “óúthlutað”.
Teiknibólan [pin it] #
Til þess að festa “óúthlutað dálkinn” er smellt á teiknibóluna og þá er hægt að flakka á milli dálka en hafa þennan alltaf með til hliðar.
Færa flokka [drag category] #
Það er hægt að draga flokkana til, til að auðvelda úthlutun bókhaldslykla.