Advise býður upp á áætlanagerð. Þar inni getur þú skráð handvirkt inn þær tölur sem þú vilt hafa í áætlun, eða þú getur afritað úr Excel þær línur sem eiga við.
Ef þú hefur gert áætlun þá er einfalt að afrita síðasta ár yfir á næsta með einum smelli og þá gætur þú aðlagað hana síðan til eins og hentar.
Í frávikagreiningunni [Comparison] er síðan hægt að bera saman rauntölur við áætlun og greina bæði hvað hefði betur mátt fara, hvar við fórum fram úr áætlun og hvar tækifærin liggja. Það er því einstaklega gott að setja inn áætlun til að hafa þessi viðmið fyrir reksturinn.