Öll gögn sem fylgja bókaldslyklum birtast í greiningaryfirlitinu [actual] og þú getur útbúið reiknilínur til að fá samtölur eða notað reiknilínur til að reikna kennitölur og rekstrarhlutföll út frá fjárhagsgögnum og öðrum mælieiningum reksturs.
Hér má sjá dæmi um gögn sem birtast út frá bókhaldslyklum en reiknilína hefur verið sett inn til að taka saman rekstrarkostnað og reikna EBIDTA, bæði krónur og hlutfall.
Til að reikna EBITDA þá velur þú [Calculation] og þá opnast gluggi þar sem þú getur sett inn titil og sett formúluna inn undir [Equation]. Þar sækjum við svo þær línur í rekstraryfirlitinu sem við notum í útreikninginn. Til að sækja línu notum við @ merkið. Við skrifum því t.d. @T og veljum Tekur samtals úr listanum, setjum svo inn deilingarmerki „+“ og sækjum svo rekstarkostnað samtals með því að skrifa @rek og þá velja úr listanum Rekstrarkostnaður samtals.
Ef þú vilt reikna hlutföll þá notar þú deilingarmerkið og undir [Number format] er stillt á [Percentage] til að fá prósentur birtar.