fbpx

Samstarf Expectus og Advise

Við erum mjög ánægð að tilkynna samstarfssamning sem var undirritaður nú á dögunum við ráðgjafafyrirtækið Expectus. Nú hefur Advise Business Monitor bæst við vöruúrval Expectus og í kjölfarið geta þau þjónustað breiðari hóp viðskiptavina með lausninni okkar. 

Expectus þjónustar yfir 200 fyrirtæki hér á landi og veitir ráðgjöf í lausnum er varða rekstur og gagnadrifnar ákvarðanir. Þeir eru með fjölbreytt vöruúrval og kappkosta við að finna bestu lausnina og aðlaga að þörfum viðskiptavina sinna.

„Við höfum verið að leita að einfaldri og skilvirkri lausn sem styður við ákvarðanir hjá minni fyrirtækjum. Hugbúnaðarlausnin frá Advise er frábær viðbót við okkar vöruframboð og gerir okkur betri í að þjóna þessum hópi viðskiptavina og styðja í átt að auknum árangri,” segir Sindri Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Expectus.

Advise heldur áfram að stækka og erum við nú að þjónusta um 80 fyrirtæki hér á landi með okkar rauntíma rekstrargreiningum sem henta einstaklega vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Okkar megin áherslur eru að bjóða upp á einfalt og notendavænt viðmót og forsniðnar greiningar sem auðvelda stjórnendum fyrirtækja að öðlast betri yfirsýn og innsýn í reksturinn.

Við notum vafrakökur með það að markmiði að bæta virkni og notendaupplifun ávefsíðu okkar [Sjá nánar].