Advise tengist Reglu bókhaldskerfi
Nú geta notendur Reglu fagnað því við höfum sett upp staðlaða tengingu við fjárhagsbókhald Reglu í Advise. Viðskiptavinir Reglu geta þar að leiðandi nýtt Advise til þess að gera rekstrar- og fjárhagsgreiningar fyrir sín fyrirtæki.
Einfalt í uppsetningu og notendavænt
Það er auðvelt að tengja fjárhagsgögn Reglu við Advise, aðgangslykill er stofnaður með einum smelli í Reglu sem er síðan notaður til að tengja kerfin saman. Þegar gögnin hafa verið sótt (allt að 5 ár aftur í tímann) þá tekur aðeins klukkustundir að stilla upp rekstrar- og fjárhagsgreiningu. Bókhaldslyklar eru flokkaðir með einfaldri [drag & drop] virkni og rekstraryfirliti stillt upp eftir þörfum hvers fyrirtækis. Yfirlitið gefur yfirsýn yfir þróun rekstrar en jafnframt er hægt að kafa dýpra í tölurnar með fáeinum smellum. Notendur Advise þurfa ekki bakgrunn í bókhaldskerfum eða tæknilega sérþekkingu til að geta athafnað sig í kerfinu og hentar því öllum stjórnendum burt séð frá bakgrunni.
Áætlanagerð og frávikagreining
Áætlanagerð og frávikagreining er innbyggð í Advise og þarfnast engrar uppsetningar. Greindu frávik frá áætlun og/eða frá fyrri árum og sjáðu með einföldum hætti hvort rekstrarhlutföll eða þróun annarra lykilstærða sé í takti við væntingar. Komdu auga á tækifæri í rekstrinum eða atriði sem betur mættu fara.
Aðgangsstýring
Stjórnendur leitast í auknum mæli eftir að geta veitt öðrum starfsmönnum, hluthöfum og stjórnarmeðlimum aðgang að rauntíma greiningum. í Advise getur þú veitt skoðunaraðgang að mismunandi greiningum eftir því sem hentar. Einnig er hægt að tengjanokkur fyrirtæki undir sama aðgang til að hafa betri yfirsýn yfir heildina.
Ef þú vilt fá enn betri yfirsýn og innsýn í reksturinn og hefur áhuga á að vita meira um hvað Advise Business Monitor getur gert fyrir þitt fyrirtæki þá endilega sendu okkur línu eða bókaðu kynningu hér
KPMG og Advise hefja samstarf
KPMG og Advise hafa skrifað undir samstarfssamning sem gerir KPMG kleift að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu með Advise Business Monitor hugbúnaðarlausninni. Advise er mikilvæg …
Origo kaupir 40% hlut í Advise
Origo hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Advise ehf og er eftir viðskiptin eigandi 40% hlutafjár í félaginu. Advise ehf er eigandi og rekstraraðili Advise Business Monitor sem er hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar.
FKA heimsókn
Nú á dögunum kíktu félagskonur FKA í heimsókn til okkar og fengu kynningu á Advise Business Monitor. Það var einstaklega gaman að hitta þessar frábæru …
Samstarf Expectus og Advise
Við erum mjög ánægð að tilkynna samstarfssamning sem var undirritaður nú á dögunum við ráðgjafafyrirtækið Expectus. Nú hefur Advise Business Monitor bæst við vöruúrval Expectus …
Tenging við Payday
Um leið og við sendum okkar viðskiptavinum og fylgjendum gleðilegar nýárskveðjur þá erum við spennt að tilkynna nýjustu tenginguna við bókhaldskerfið Payday. Nú geta viðskiptavinir Payday nýtt…
Nýr samstarfsaðili – Fastland
Nú á dögunum tók Fastland þá ákvörðun að nýta Advise Business Monitor til auka virði til viðskiptavina sinna og dýpka samskipti á milli aðila. Advise veitir stjórnendum, bókurum, uppgjörsaðilum og endurskoðendum betri…